Við efnafræðistúdentinn sitjum hér og horfum af takmörkuðum áhuga á norska náttúrulífsmynd. Eða nei, þetta er reyndar ekki alveg satt, við erum hvort með sína tölvuna og erum að gera eitthvað allt annað - en það er kveikt á sjónvarpinu. Og þetta er reyndar nokkuð góð mynd, sýnist mér, þannig að manni verður litið á skjáinn öðru hverju. Sætir litlir hreindýrskálfar og hrikalega girnileg villijarðarber.
Er hægt að vera latari?