(function() { (function(){function b(g){this.t={};this.tick=function(h,m,f){var n=void 0!=f?f:(new Date).getTime();this.t[h]=[n,m];if(void 0==f)try{window.console.timeStamp("CSI/"+h)}catch(q){}};this.getStartTickTime=function(){return this.t.start[0]};this.tick("start",null,g)}var a;if(window.performance)var e=(a=window.performance.timing)&&a.responseStart;var p=0=c&&(window.jstiming.srt=e-c)}if(a){var d=window.jstiming.load; 0=c&&(d.tick("_wtsrt",void 0,c),d.tick("wtsrt_","_wtsrt",e),d.tick("tbsd_","wtsrt_"))}try{a=null,window.chrome&&window.chrome.csi&&(a=Math.floor(window.chrome.csi().pageT),d&&0=b&&window.jstiming.load.tick("aft")};var k=!1;function l(){k||(k=!0,window.jstiming.load.tick("firstScrollTime"))}window.addEventListener?window.addEventListener("scroll",l,!1):window.attachEvent("onscroll",l); })();

Konan sem kyndir ofninn sinn

Eldhúsreyfarar miðaldra matargúrús á Skólavörðuholtinu

2.7.04

Það er svosem ekki nokkur vafi á því hver er aðalsykursvelgurinn. Það var boðið upp á vöfflur með kaffinu áðan og karl faðir minn og Boltastelpan mokuðu bæði rabarbarasultu á vöfflurnar sínar, hann þó sýnu meira, og stráðu svo drjúgum skammti af sykri þar yfir. Barnið hefur náttúrlega erft þetta frá langafa sínum.

Ættarmótið hefst í kvöld og afgangurinn af fjölskyldunni er á leiðinni norður eða leggur af stað innan tíðar. Veðrið er ... tja, veit ekki alveg. Sól og norðanátt, sennilega mun hlýrra framfrá en hér úti við sjó. Vonandi. Ég reikna með að tjalda í kvöld en læt ráðast hvort ég gisti í tjaldinu í nótt.

|