Ég fékk bók á dögunum sem mér líst nokkuð vel á en er reyndar ekki komin mjög langt í henni, Aberystwyth Mon Amour eftir Malcolm Pryce. Sambland af Chandler og - ja, guðmávitahverju.
Hvernig stendur annars á því að útlenskir rithöfundar virðast oft hafa verið í alls konar sérkennilegum störfum sem er flott að segja frá í æviágripinu sínu? Pryce hefur verið ,,the world's worst aluminium salesman", háseti á seglskipi í Suðurhöfum og á bananabát sem sigldi til Surinam, samið litabók fyrir Singaporean Airlines og túristabæklinga fyrir fyrrverandi hausaveiðara á Borneó. Og svo framvegis.
Ég verð örugglega aldrei rithöfundur. Ég hef aldrei gert neitt sem lítur flott út í svona æviágripi, ekki svo ég muni. Ekki einu sinni samið blautlegar sögur fyrir Rauða torgið eða Veituna. Ég hef reyndar skrifað í Bleikt og blátt, ætli það mundi virka? Mataruppskriftir fyrir pornóblað, hljómar það nógu vel?