Ég var að lesa frétt í DV um ungan mann sem var rekinn af heimavist Bændaskólans á Hvanneyri af því að hann átti nokkrar bjórdósir. Ekki ætla ég að hafa skoðun á því en í viðtali við drenginn segir hann meðal annars: - Það sást í bjór uppi í glugga sem var á bak við gardínurnar hjá mér.
Hmm. Þetta hljómar eiginlega eins og það hafi verið hálfgerð tilviljun að glugginn var akkúrat þarna á þessari stundu. Venjulega þegar ég sé gardínu geri ég ráð fyrir að það sé gluggi á bakvið hana. Er þetta einhvernveginn öðruvísi í Borgarfirðinum?
Ég er sennilega að fara á Hvanneyri á morgun. Ætli ég geti stillt mig um að gægjast á bakvið gardínur til að gá hvort séu gluggar þar?