Við efnafræðistúdentinn vorum að horfa á fréttir af sauðburði í sjónvarpinu áðan. Ég fór að reyna að útskýra litinn broddskitugult fyrir drengnum. Hann hafði ekki áhuga.
Núna sit ég og horfi á Hugh Fearnsley-Whittingstall á hænsnauppboði á BBC Food. Ætli ég hefði annars átt að verða sveitakona?
P.S. Og eftir hænsnauppboðið tók náunginn sig til, gelti kornungan kálf og steikti svo dvergsmá eistun og bar þau fram á steiktu franskbrauði með salvíu. Aldrei datt okkur nú í hug að nýta eistun þegar verið var að gelda stóðhestana heima.