Það var stórhættulegt að ganga Vesturgötuna í morgun vegna fjúkandi jólatrjáa. Reyndar hættulegt að aka hana líka, ég kippti einu jólatré sem hafði fokið út á götu upp á gangstéttina. Ég taldi 25 jólatré á leið minni um götuna, fer ekki að koma tími til að hirða þau? Reyndar er ekki búið að hirða trén af Kárastíg og Skólavörðustíg heldur en þau voru þó ekki að trufla umferð þar.
Ég er að koma mér fyrir á nýju skrifstofunni og liggur við að ég fái víðáttubrjálæði, hún er svo stór, rúmgóð og björt miðað við hina.