Efnafræðistúdentinn er mállaus vegna hálsbólgu og hefur varla getað sagt orð í þrjá daga. Hann hefur allavega aldrei verið jafnfámáll síðustu 22 árin. Núna talar hann við mig með bendingum og SMS-skilaboðum (þar sem ég á ekki gemsa slær hann þau bara inn í sinn og sýnir mér án þess að senda).
Og af hverju er sirka önnurhver færsla sem ég skrifa núna uppfull af spurningamerkjum í stað íslensku stafanna? Af hverju bara önnurhver? Og hvernig laga ég það án þess að skrifa allt saman aftur?