Breiðvarpsafruglarinn minn var að uppfæra hugbúnaðinn áðan og mér datt í hug að það gæti þýtt að búið væri að bæta við stöð eða stöðvum. Skrollaði í gegnum allar stöðvarnar og viti menn: Það var komin ný stöð og það engin ómerkileg músík- eða íþróttastöð, ekki heldur pólska stöðin sem ég frétti einhvern tíma að ætti að senda út þarna: Onei, það var stöð fyrir mig. BBC Food, hvorki meira né minna.
Ég: - Vá maður, matarþættir 18 tíma á sólarhring.
Efnafræðistúdentinn: - Andskotinn. There goes my mother. Ég fæ aldrei aðgang að sjónvarpinu aftur.