Efnafræðistúdentinn í morgun: - Ég bað þig í gærkvöldi að minna mig á að hringja í einhvern. Manstu hver það var?
Ég: - Nei, hvernig dettur þér það í hug?
Efnafræðistúdentinn: - Æi. Ég man ekkert hver það var. En ég man að ég ætlaði að hringja í Jónsa.
Ég: - Ja, það var allavega ekki hann sem þú baðst mig um að minna þig á að hringja í, svo mikið man ég þó.
Efnafræðistúdentinn: - Djöfull.
Efnafræðistúdentinn núna áðan: - Nú mundi ég allt í einu hvern ég bað þig um að minna mig á að hringja í. Það var Jónsi.
Ég: - Nei, það var alveg örugglega ekki hann.
Efnafræðistúdentinn: - Djöfull.
Alzheimer light veður uppi hér á heimilinu.
En skyldi hann muna eftir að hringja í Jónsa?