Veðurspáin fyrir næstu daga segir hiti kringum frostmark, éljagangur, rigningar.
En það er í Reykjavík. Ég þarf aftur á móti að fara að skoða veðurspána fyrir Amsterdam og London. Gá hvort ég slepp ekki með lágmarksfarangur. Mér leiðist að taka með mér mikinn farangur til útlanda. Reyndar leiðist mér líka að koma með mikinn farangur heim en einhvern veginn fer það samt alltaf þannig. Skil ekkert í þessu.