Ef henni Tótu finnst ég eitthvað vera að dissa hinar dreifðu byggðir landsins, þá ætti hún bara að vita hvernig ég tala um úthverfi Reykjavíkur (sem er allt fyrir utan 101, auðvitað).
Efnafræðistúdentinn stendur til dæmis hérna fyrir framan mig, er búinn að dressa sig upp í keilu og lítur út eins og Breiðhyltingur. Eða - nú setti hann upp kúrekahatt og er núna eins og sambland af Breiðhyltingi og Skagstrendingi.
Ég hef búið í sveit, krummaskuði (nokkrum, af mismunandi stærðum, alveg uppí Akureyri), úthverfi (Breiðholti reyndar) og 101. Og ég veit alveg hvar ég þrífst.