Var það ekki bara í gærkvöldi sem við Ragna systurdóttir mín vorum að barma okkur yfir skorti á rugby í sjónvarpinu? Og þar sem ég ligg hér í sófanum með pest og vorkenni sjálfri mér og fer að flakka á milli stöðva, hvað rekst ég þá á nema heilt kvöld af völdum köflum úr gömlum Rugby World Cup-leikjum á Eurosport Classics? Dugir mér fram að Taggart, allavega.
Nema þetta var líklega misskilningur með heilt kvöld, nú er farið að sýna eitthvað sem heitir The Legend of Björn Borg. Jæja, þá er það bara Taggart.