Af hverju er það frétt hjá mbl.is að Romeo hafi dottið, fengið gat á hausinn og þurft að sauma í hann tvö spor? Þegar Sauðargæran fékk gat á hausinn á dögunum var hann saumaður (reyndar bara eitt spor, en hann var svo hraustur að hann var ekki einu sinni deyfður) og ekki kom það í Mogganum.
Næst kemur örugglega frétt um að Brooklyn stóri bróðir Romeos (hvað er fólk að hugsa sem velur börnum sínum svona nöfn?) sé hættur á bleyju.
Eða Séð og heyrt kemur með frétt um að hundur fjarskyldrar náfrænku Björgólfsfeðga sé týndur. Eða eitthvað.
Það er ekki tekið út með sældinni að vera frægur. Hvorki á Íslandi né annars staðar.