Þegar ég kom heim áðan sá ég að standlampi í stofunni hallaðist mjög mikið, í nærri 45 gráðu horn, af því að stóll hafði færst til og rekist í hann (gæti hafa gerst þegar ég stóð upp frá sjónvarpinu í gærkvöldi). Ég spurði efnafræðistúdentinn, sem var heima í dag, hvort hann hefði ekki tekið eftir þessu. Jú, jú, sagði hann. Ég spurði af hverju hann hefði ekki lagað lampann. Ég hélt að þetta væri kannski eitthvert trend, sagði drengurinn.