(function() { (function(){function b(g){this.t={};this.tick=function(h,m,f){var n=void 0!=f?f:(new Date).getTime();this.t[h]=[n,m];if(void 0==f)try{window.console.timeStamp("CSI/"+h)}catch(q){}};this.getStartTickTime=function(){return this.t.start[0]};this.tick("start",null,g)}var a;if(window.performance)var e=(a=window.performance.timing)&&a.responseStart;var p=0=c&&(window.jstiming.srt=e-c)}if(a){var d=window.jstiming.load; 0=c&&(d.tick("_wtsrt",void 0,c),d.tick("wtsrt_","_wtsrt",e),d.tick("tbsd_","wtsrt_"))}try{a=null,window.chrome&&window.chrome.csi&&(a=Math.floor(window.chrome.csi().pageT),d&&0=b&&window.jstiming.load.tick("aft")};var k=!1;function l(){k||(k=!0,window.jstiming.load.tick("firstScrollTime"))}window.addEventListener?window.addEventListener("scroll",l,!1):window.attachEvent("onscroll",l); })();

Konan sem kyndir ofninn sinn

Eldhúsreyfarar miðaldra matargúrús á Skólavörðuholtinu

4.5.03

Það hefur ekki verið rætt um annað en efnafræði hér á Kárastígnum í dag. Sem þýðir að ég hef ekki blandað mér í umræðurnar. Nema þegar við drukkum sunnudagskaffið úti á svölunum áðan, ég nennti reyndar ekki að baka en skrapp niður í Sandholt og keypti napóleonskökur og fleira handa efnafræðistúdentinum og skylmingastúlkunni, og ég fór að útskýra hugtök úr bandarískri matargerð á borð við ,,congealed salad". Það er að segja að því marki sem ég get útskýrt það, ég er hrædd um að ýmislegt í þeirri grein matargerðarlistarinnar verði mér að eilífu hulið. Til dæmis hvenær á að bera svona ,,salat" fram, hvernig á að borða það, með hverju, og hvers vegna í ósköpunum. Hér er dæmi (bara sem dæmi, ég hef aldrei gert þetta, ekki einu sinni í tilraunaskyni, og ég er ekki að setja þessa uppskrift hér til eftirbreytni):

Sumarsalat

18 stórir sykurpúðar (marshmallows)
1 bolli mjólk
6 únsu pakki límónu-Jello
8 únsu dós ananaskurl, án safa
1 bolli rifnar gulrætur
1 bolli saxað sellerí
1 bolli kotasæla
1/2 bolli majónes
1 bolli rjómi, þeyttur
1/2 bolli saxaðar hnetur

Sykurpúðarnir bræddir í mjólkinni. Hlaupduftinu bætt út í og hrært þar til það er alveg uppleyst. Látið kólna. Ananas, gulrótum, selleríi, kotasælu og majónesi hrært saman við. Kælt þar til blandan er byrjuð að hlaupa. Þá er þeytta rjómanum og hnetunum blandað gætilega saman við. Hellt í glerskál og kælt þar til það er orðið stíft.

Ég er margoft búin að reyna að láta bandaríska kunningja mína útskýra svona matargerð fyrir mér. Ég skil hana samt ekki og ég held að þeir geri það ekki heldur. Líklega þarf maður að vera alinn upp við svona til að kunna að meta það.

Kannski endar með því að ég verð að útbúa nokkrar gerðir af svona ,,salati" til að reyna að skilja það. Þá byrja ég örugglega á kóksalatinu sem ég er búin að hóta efnafræðistúdentinum árum saman að ég eigi eftir að bera fyrir hann - þá er kók (eða pepsí eftir atvikum) og Jello eða annað hlaupduft hrært saman. Stundum er þetta látið stífna og skorið í teninga sem er síðan blandað saman við salat, en algengara er að ýmsu gumsi (t.d.rjómaosti, majónesi, kokkteilberjum, ananas og pekanhnetum) hrært saman við og allt látið stífna og borið fram eins og einhvers konar búðingur. Held ég, en þetta er samt oft flokkað með salötum en ekki eftirréttum í matreiðslubókum.

Við nánari athugun er líklegt að ég byrji á einhverju öðru ef ég ætla að kasta mér út í tilraunir í þessari matargerðarlist. Þeir sem vilja kynna sér þetta nánar gætu t.d. byrjað hér.

|