Ég kom við í Bókavörðunni á leiðinni heim í dag, keypti bók af Ara Gísla og fékk aðra í kaupbæti. Sú sem ég keypti er gefin út af Bókaforlagi aðventista, ábyggilega sú fyrsta sem ég eignast frá því ágæta forlagi. Þetta er samt ekkert kristileg bók - eða ég er allavega ekki búin að sjá nein merki þess enn - heldur er þetta auðvitað matreiðslubók: Grænt og gott - Heimsreisa í jurtaríkinu. Eru aðventistar grænmetisætur upp til hópa? Ég verð að játa að ég er frekar fáfróð um það.