Disney-myndin í kvöld var með skárra móti og ég horfði á hana af og til. Það voru nefnilega hvorki börn né dýr í henni. Ég veit fátt leiðinlegra en bíómyndir um börn og dýr (með heiðarlegum undantekningum reyndar). Sérstaklega Disney-myndir.
Núna er ekkert á neinni stöð sem mig langar að horfa á nema Tommi og Jenni. Þeir eru reyndar dýr en ...
Allavega skárri en Djúpa laugin.
Líklega kominn tími til að slökkva á sjónvarpinu og fara að finna sér bók.