Bandaríski meistarakokkurinn James Beard hefði orðið hundrað ára í dag ef hann hefði lifað og í tilefni af því er líklegt að ég setji inn uppskrift seinna í dag sem sýnir aðra hlið á bandarískri matargerð en ,,salat"-uppskriftin í gær.
Fyrstu minningar Beards tengdust að sjálfsögðu mat: ,,The kitchen, reasonably enough, was the scene of my first gastronomic adventure. I was on all fours. I crawled into the vegetable bin, settled on a giant onion and ate it, skin and all. It must have marked me for life, for I have never ceased to love the hearty flavor of raw onions”.
Ég drakk nú bara steinolíu þegar ég var á svipuðum aldri, eins og ég sagði frá hér um daginn, og ávann mér ekki smekk fyrir henni. Hver veit hvað orðið hefði ef það hefði verið grænmetiskassi á eldhúsgólfinu í Djúpadal en ekki steinolíukrukka. En í honum hefði hvort eð er aldrei verið annað en kartöflur, rófur og laukur, og mögulega hvítkálshaus. Sennilega hefði laukurinn orðið fyrir valinu hjá mér líka.