Ég verð sífellt hrifnari af taginunni minni, sem ég sagði frá um daginn. Áðan eldaði ég fiskitagine með fullt af grænmeti og efnafræðistúdentinn og vinur hans, sem var í mat, voru mjög ánægðir. Þeir skildu þó báðir eftir af harissamaukinu sem þeir fengu sér á diskinn, enda veit ég ekki hvort þeir trúðu mér alveg þegar ég varaði þá við. Held þó að þeim hafi báðum fundist það gott, en það er semsagt skrambi sterkt. Og kallar efnafræðistúdentinn þó ekki allt ömmu sína í þeim efnum.
Uppskriftin kemur kannski á eftir ef ég nenni.