Þegar efnafræðistúdentinn var að ég held tólf eða þrettán ára, þá kom hann einhvern tíma til mín og spurði ,,mamma, hvað heitir irony aftur á íslensku?" Sem hefði verið skiljanlegt ef við hefðum búið í fimm ár í Ameríku eins og honum tókst að telja enskukennaranum sínum í Hagaskóla trú um. Ræðan sem hann fékk var slík að hann hefur ekki verið í vafa síðan. Og hefur getað tjáð sig á íslensku.
Þetta datt mér einmitt í hug þegar ég var að horfa á Silfur Egils í gær; þar voru einhverjir sem hefðu kannski haft gott af smáræðu. Minnti mig jafnvel á vinnufélagann sem talaði stundum um að eitthvað væri peinfúlt.
Merkileg tilviljun, reyndar.