Hér er uppskrift úr elstu þekktu ,,matreiðslubók" í heimi. Sem er frá Írak. Þar býr eins og allir vita hálfgerð steinaldarþjóð sem sjálfsagt er að sprengja og skjóta eftir þörfum. ,,Bókin" er leirtafla, 3800-3900 ára gömul. Ein uppskriftin er svona:
"Kljúfðu dúfu í tvennt. Sjóddu vatn og settu út í það feiti, salt, malt, lauk, samidu (óþekkt krydd), blaðlauk og hvítlauk. Mýktu kryddin (þ.m.t. laukana) í mjólk áður en þau eru sett út í vatnið. Sjóddu dúfuna og bita af rauðu kjöti í vatninu. Berðu fram niðurskorið á diski."
Írakar voru semsagt farnir að skrifa niður uppskriftir fyrir hátt í 4000 árum, nærri 2000 árum á undan Evrópuþjóðum. Kannski þeir hafi samið ættjarðarljóð líka, allavega skilst mér að fátt sé í írakska sjónvarpinu nema ættjarðarsöngvar og ræður Saddams (sem eru jú að einhverju leyti í ljóðum líka). En eins og Baghdadbloggarinn sagði áðan:
,,What good are patriotic songs when bombs are dropping?"