Efnafræðistúdentinn er frammi í eldhúsi að baka franska súkkulaðiköku og tauta eitthvað um kvennasamsærið mikla. Hann á nú að vita það eftir öll þessi ár að:
1) Konur hafa ævinlega rétt fyrir sér. Einkum og sér í lagi mæður.
2) Ef þær skyldu nú ekki hafa það gildir regla 1.
3) Sérstaklega þó varðandi kökubakstur. Þar er regla 2 óþörf.