Fyrst ég var með kleinuhringjauppskrift fyrir fáeinum dögum dettur mér í hug ... Á halfbakery.com varpa menn fram ýmsum frumlegum hugmyndum sem flestar eru ... ja, ,,half-baked", vægast sagt. Hér er til dæmis einhver að stinga upp á því að baka kleinuhringjapitsur (þ.e. með gati í miðju) af því að bráðni osturinn rennur alltaf út af mjóa endanum á sneiðinni og beint ofan í kjöltuna á manni. Hmmm.