Fyrst ég nefndi Ebay: Hér er einhver að selja fimmtíukall og búið að bjóða í hann átta dollara. Þetta gæti nú orðið góður bissniss ef maður lumar á nokkrum fimmtíuköllum.
Ég seldi einu sinni bók á Ebay og hún fór á rúma 150 dollara. Mér fannst hálfömurlegt að vera að fá svona mikla peninga fyrir bók sem var mér einskis virði svo að ég sagði kaupandanum að ég mundi allavega borga sendingarkostnaðinn. En konan var þá svo ánægð með að eignast bókina að hún borgaði 160 dollara inn á PayPal-reikninginn minn. Ég þurfti greinilega ekki að burðast með neitt samviskubit.