Mér fannst kanadíska fréttin um barnaklámhringina sem var í kvöldfréttum sjónvarpsins skelfileg. Lögreglunni féllust greinilega gjörsamlega hendur, þetta er svo víðtækt og erfitt viðfangs og furðulegt að ekki skuli vera veitt meira fjármagni í þessi mál. Ég man að einhvern tíma kom frétt um það í útvarpinu að einhver opinber aðili eða apparat - man ekki einu sinni hvort það var hérlendis eða erlendis - hafði veitt um það bil einni milljón króna í baráttu gegn barnaklámi í Asíu. Næsta frétt á eftir var að kostnaður við Keikó sem aflað hefði verið með frjálsum framlögum í Bandaríkjunum væri nú orðinn einn milljarður.
Það er í sjálfu sér ekkert broslegt við þessi mál. Auðvitað ekki. Samt fannst mér þetta dálítið fyndið.