Norðmenn eru að pæla í að veita fólki sem hjólar í vinnuna skattaafslátt, sjá hér. Leggja fleiri hjólreiðastíga, moka snjó af þeim og allt í þeim dúr.
Þetta finnst mér góð hugmynd, en hvað með fólk sem gengur í vinnuna? Mig til dæmis. Það þarf ekki að leggja neina stíga fyrir mig, ég get haldið áfram að nota gangstéttirnar. Mætti að vísu moka snjó af stéttunum í staðinn fyrir að ýta honum upp á þær ef fer að snjóa en það hefur svosem ekki verið vandamál í vetur. Þannig að ég spara þjóðfélaginu stórfé og er mjög umhverfisvæn og ætti að fá umbun fyrir það.
Mér finnst þetta verðugt baráttumál fyrir frambjóðendur í komandi kosningum.