Við efnafræðistúdentinn áttum alveg einstakt fjölskyldumóment (hans orðalag, ekki mitt) í gærkvöldi þegar við stóðum saman að því að leggja rolluna í bleyti. Ég leit á hana í morgun áður en ég fór í vinnu og viti menn: Þenslan var hafin. En langt eftir í sex hundruð prósentin. Ekki að ástæðulausu sem stendur á umbúðunum: Do not eat.
Það er að verða ansi tómlegt hér í vinnunni þótt ég sitji hér enn og berjist við að ljúka seinustu greininni. Ég var búin að lofa að skila henni í dag en það er alveg til í dæminu að ég svíki það. Vil frekar mæta á milli jóla og nýárs. Ég á svo fjandi margt eftir að gera - ekki fyrir jólin, þau eru nokkurn veginn á tæru - en undirbúningur að Þorláksmessuboðinu er fullskammt á veg kominn. Ekki að þetta reddist ekki, það gerir það alltaf ...