Bakaður rabarbari með mascarpone-skyri
Kannski aðeins of líkt rabarbaramaukinu með aðalréttinum - en samt ekki ...
Bakaður rabarbari með mascarpone-skyri
400 g rabarbari, rauður
100 g hrásykur
1 appelsína
1 stjörnuanís
Ofninn hitaður í 200°C. Rabarbaraleggirnir skornir í 8-10 cm lengjur og klofnir eftir endilöngu, nema þeir séu mjög mjóir. Raðað í eldfast mót, helst ekki látnir liggja hver ofan á öðrum. Sykrinum stráð yfir og svo er appelsínubörkurinn rifinn yfir og safinn kreistur úr appelsínunni. Anísinn settur með rabarbaranum, álpappír breiddur yfir og bakað í um 20 mínútur. Látið kólna ögn.
Mascarpone-skyr
150 g mascarpone-ostur, mjúkur
250 ml KEA vanilluskyr
2 tsk hunang, eða eftir smekk
Allt hrært vel saman og borið fram með rabarbaranum.