(function() { (function(){function b(g){this.t={};this.tick=function(h,m,f){var n=f!=void 0?f:(new Date).getTime();this.t[h]=[n,m];if(f==void 0)try{window.console.timeStamp("CSI/"+h)}catch(q){}};this.getStartTickTime=function(){return this.t.start[0]};this.tick("start",null,g)}var a;if(window.performance)var e=(a=window.performance.timing)&&a.responseStart;var p=e>0?new b(e):new b;window.jstiming={Timer:b,load:p};if(a){var c=a.navigationStart;c>0&&e>=c&&(window.jstiming.srt=e-c)}if(a){var d=window.jstiming.load; c>0&&e>=c&&(d.tick("_wtsrt",void 0,c),d.tick("wtsrt_","_wtsrt",e),d.tick("tbsd_","wtsrt_"))}try{a=null,window.chrome&&window.chrome.csi&&(a=Math.floor(window.chrome.csi().pageT),d&&c>0&&(d.tick("_tbnd",void 0,window.chrome.csi().startE),d.tick("tbnd_","_tbnd",c))),a==null&&window.gtbExternal&&(a=window.gtbExternal.pageT()),a==null&&window.external&&(a=window.external.pageT,d&&c>0&&(d.tick("_tbnd",void 0,window.external.startE),d.tick("tbnd_","_tbnd",c))),a&&(window.jstiming.pt=a)}catch(g){}})();window.tickAboveFold=function(b){var a=0;if(b.offsetParent){do a+=b.offsetTop;while(b=b.offsetParent)}b=a;b<=750&&window.jstiming.load.tick("aft")};var k=!1;function l(){k||(k=!0,window.jstiming.load.tick("firstScrollTime"))}window.addEventListener?window.addEventListener("scroll",l,!1):window.attachEvent("onscroll",l); })();

Konan sem kyndir ofninn sinn

Eldhúsreyfarar miðaldra matargúrús á Skólavörðuholtinu

13.4.09

Í þá gömlu góðu daga - eða hvað?

Ég fór að hugsa áðan í framhaldi af færslu hjá Gunnu systur á Facebook, og af því að maður heyrir fólk svo oft tala um afturhvarf til gamalla tíma og hvað allt hafi nú verið miklu betra í gamla daga - mundi ég vilja hverfa aftur frá ári kreppunnar 2009 til árs sakleysisins (je ræt) 1974?

Ég skrifaði einmitt eitthvað um þetta í fyrrahaust (fyrir hrun) af því að þá hafði ég verið að fletta gömlum blöðum í tengslum við vinnu við bókina hennar Erlu Bolla: ..En þarna var á nánast hverri baksíðu frétt um einhvern sem hafði verið drepinn eða barinn í klessu eða rændur eða hafði dáið voveiflega eða slasast illa eða eitthvað slíkt. Og utanlandsferðir hækkuðu um 20% og brennivínið um 25%, flugfargjöld um 50% og það voru slegin verðbólgumet og bensínið var komið í 52 krónur (nújæja) og kaffið hækkaði (og svo var kaffiskortur líka) og það var sett verðbólgumet. Og vextirnir hækkuðu og bankarnir voru illa staddir og skulduðu einhver ósköp."

Árið 1974 var ég líka 17 ára og eignaðist barn og var rugluð og ráðvillt og vissi ekkert hvert ég ætlaði mér. Og það voru stríð í heiminum og hryðjuverk og hungursneyðir og eiturlyf og mafíur og alls konar vesen. Ég er ekki frá því að heimurinn sé skárri ef eitthvað er. Ég mundi allavega ekki vilja skipta.

Ég er meira að segja með mun betri sjón núna en 1974, þökk sé sjónlagsaðgerðinni sem ég fór í fyrir fáeinum árum.

En kannski er maður bölvaður afturhaldsseggur og ég veit ekki hvað fyrir að vilja ekki taka undir það með bölsýnisspámönnum og heimsósómafólki að allt sé á leið til andskotans. Eða öllu heldur (því það er örugglega allt á leið til andskotans, bara litlu meira en venjulega), að allt hafi nú verið betra áður fyrr og heimurinn fari hríðversnandi og tómt svartnætti framundan.

|