Þrjár niðurstöður um skuldaniðurfellingu
Ég er búin að vera að lesa helling af blaðagreinum og bloggskrifum og hlusta á ýmsa spekinga að undanförnu tjá sig um þessar tillögur Framsóknar og Tryggva um flatan 20% niðurskurð á öllum skuldum og eftir að hafa velt þessu öllu fyrir mér og jafnvel reynt að beita takmarkaðri hagfræðiþekkingu og enn takmarkaðri reikningskunnáttu á allt draslið, þá get ég ekki annað en komist að þessum þremur niðurstöðum:
1) Maður getur búið til sinn eigin mascarponeost og jafnvel hráskinku líka og ræktað klettasalat og meira og minna reddað öllum lúxusinum sem maður vandi sig á í góðærinu. En það breytir því ekki að peningar vaxa ekki á trjánum.
2) Bobby á ekki eftir að stíga út úr sturtunni.
3) Það er enginn rewind-takki á lífinu.