Matartískustraumar 2009
Um áramót koma matarblöð og matarvefsíður gjarna með spár um matartískustrauma og stefnur næsta árs og spáin hjá epicurious í ár ber kreppunni ákveðið vitni: Sparnaður er inni, sjálfbær framleiðsla úti; núðlur eru inni, sushi úti; sveitamatur og notalegheitamatur er inni, ,,molecular gastronomy", sem ég hef aldrei vitað hvernig á að þýða er úti; maður á að rækta grænmeti í garðinum sínum og Starbucks er úti.
Spurning hvernig þetta á eftir að rætast hér. Sumt sér maður auðvitað nú þegar.