Þýðandi Vesturálmunnar þýðir corsage sem lífstykki. Hmm. Corsage og corselet er satt að segja tvennt afar ólíkt og óneitanlega rómantískara að færa konu það fyrrnefnda þegar hún er að fara á ball, þótt korselett geti sjálfsagt komið sér vel líka ...
Ég átti einu sinni korselett og reyndi nokkrum sinnum að ganga í því. Það var skelfileg lífsreynsla sem ég hef ekki hug á að endurtaka.