Framtíðin er stutt
Stundum hefur mér í áranna rás dottið í hug karlinn sem sagðist hafa tekið eftir því að ef hann lifði út mars, þá lifði hann út árið.
Hann hefur verið mér ofarlega í huga þessa dagana.
Ég set nú bara stefnuna á jólin fyrst um sinn. Ef allt lafir til jóla, þá lafir það áfram. Borgar sig ekkert að horfa lengra í bili.
Ég sá áðan fyrirsögn á mbl.is. ,,500 flognir frá Akureyri." Ég hélt náttúrlega fyrst að landflóttinn sem spáð er væri þegar brostinn á fyrir norðan.
En þeir voru víst bara veðurtepptir.