Völvan Nanna
Í dag sýndi ég af mér þvílíka forspárhæfileika að mati vinnufélaga minna varðandi ákveðið útgáfumál að ég var nefnd Völva Vikunnar - sem að vísu er vafasöm einkunn um forspárgáfu. (Þetta snerist að vísu bara um að draga rétta ályktun af fyrirliggjandi staðreyndum - en sama er.)
Ég spáði því reyndar líka áður en fótboltaleikurinn (sem ég er ekki að horfa á) færi 3-0 fyrir Skota. Sjáum til hvort völvunafnbótin heldur. En þetta var púra ágiskun, ekki einstök ályktunarhæfni mín - og hver veit nema skosku leggirnir sem ég þrástarði á í strætó áðan hafi villt mér sýn.