Berlæraðir karlmenn
Ég tók strætó heim úr vinnunni. Leið 14.
Hann var troðfullur af berlæruðum eldhressum syngjandi Skotum á leið á leikinn.
Barnabörnin mín eru líka að fara á leikinn. Dótturdóttirin, sem er jú hálfur Skoti, ætlar að ákveða með hvorum hún heldur þegar hún sér hvorum gengur betur.
Dóttursonurinn ætlar að mæta í skotapilsinu systur sinnar. Ég held samt að hann ætli að halda með Íslendingum.
Skotarnir voru að vísu misjafnlega fagurlimaðir. Samt finnst mér að karlmenn ættu að gera mun meira af því að ganga berlæraðir í hnésíðum pilsum. Svona heilt yfir.