Í þá góðu gömlu daga
Ég var að skoða Moggabaksíður frá sumrinu 1974 áðan og allt í einu fór ég að hugsa um hvaða heimsósómakjaftæði þetta væri í fólki, alltaf verið að tala um hvað allt hefði nú verið gott hér áður fyrr og svona.
En þarna var á nánast hverri baksíðu frétt um einhvern sem hafði verið drepinn eða barinn í klessu eða rændur eða hafði dáið voveiflega eða slasast illa eða eitthvað slíkt. Og utanlandsferðir hækkuðu um 20% og brennivínið um 25% flugfargjöld um 50% og það voru slegin verðbólgumet og bensínið var komið í 52 krónur (nújæja) og kaffið hækkaði (og svo var kaffiskortur líka) og það var sett verðbólgumet. Og vextirnir hækkuðu og bankarnir voru illa staddir og skulduðu einhver ósköp.