Íslenskar uppskriftir???
Hvað skyldi vera svona íslenskt við nautasteik með apríkósum, kalkúna- og beikonsalat, tebolla, ricottalasagne, amerískar pönnukökur, bruschetta með mozzarellaosti, marglitt Jellohlaup, paellu, franskar kartöflur eða eplaböku?
Þegar ég leita að uppskriftum frá ákveðnum löndum á netinu tek ég það sem ég finn oft mátulega trúanlegt. Og ekki að ástæðulausu eins og þessi síða ber vitni um. En það hafa sjálfsagt einhverjir rekist á hana sem eru að leita að ,,icelandic recipes" og kannski á maður eftir að sjá uppskriftirnar þarna í erlendum uppflettiritum merktar sem íslenskar.
Annað eins hefur gerst.