(function() { (function(){function b(g){this.t={};this.tick=function(h,m,f){var n=void 0!=f?f:(new Date).getTime();this.t[h]=[n,m];if(void 0==f)try{window.console.timeStamp("CSI/"+h)}catch(q){}};this.getStartTickTime=function(){return this.t.start[0]};this.tick("start",null,g)}var a;if(window.performance)var e=(a=window.performance.timing)&&a.responseStart;var p=0=c&&(window.jstiming.srt=e-c)}if(a){var d=window.jstiming.load; 0=c&&(d.tick("_wtsrt",void 0,c),d.tick("wtsrt_","_wtsrt",e),d.tick("tbsd_","wtsrt_"))}try{a=null,window.chrome&&window.chrome.csi&&(a=Math.floor(window.chrome.csi().pageT),d&&0=b&&window.jstiming.load.tick("aft")};var k=!1;function l(){k||(k=!0,window.jstiming.load.tick("firstScrollTime"))}window.addEventListener?window.addEventListener("scroll",l,!1):window.attachEvent("onscroll",l); })();

Konan sem kyndir ofninn sinn

Eldhúsreyfarar miðaldra matargúrús á Skólavörðuholtinu

2.9.08

Pollýanna í strætó

Það rigndi þegar ég fór af stað í vinnuna í morgun svo að ég tók strætó. Ef ég notaði leið 14 í fyrravetur var það yfirleitt 7.55 frá Hlemmi og næstum alltaf hægt að fá sæti. Í sumar gekk 14 bara á hálftíma fresti og ég tók 8.10-vagninn, sem var reyndar alltaf fullur en samt alltaf hægt að fá sæti því að hann var fullur af bakpokatúristum af tjaldstæðinu í Laugardal, sem fóru svo út hjá Umferðarmiðstöðinni; þeir stóðu gjarna hjá farangrinum sínum í stað þess að sitja.

Nú er aftur komin vetraráætlun og ég ákvað að taka 7.55-vagninn. En þá var hann svo stappaður af fólki að ég komst varla inn og þurfti að standa við hlið bílstjórans að Umferðarmiðstöðinni, þar sem örfáir túristar fóru út, og fékk ekki sæti fyrr en við Háskólann. Var náttúrlega grútfúl því að ég borgaði jú fyrir farið en (flest)allir nemarnir sem vermdu sætin eru að fá ókeypis í strætó ...

En það var jú Pollýönnumóment í þessu. Ég er allavega ekki orðin svo gömul og hrörleg að neinum dytti í hug að standa upp og bjóða mér sætið sitt.

|