Kínverjar og Stefánungar
Ég er enn einu sinni að gera nafnaskrá. Í þetta skipti eru það þó til allrar guðslukku ekki Kínverjar, heldur nítjándualdar Íslendingar. Þeir voru nú ekkert svo voðalega margir. En ég má hafa mig alla við að halda skikki á þessum Stephensenum og Thorsteinssonum og Thorarensenum og Gröndölum og því slekti öllu. Sem var náttúrlega hvað undan öðru.
En skárra en Li og Wei og Hu og Yu og Chang og hvað blessaðir Kínverjarnir hétu nú allir saman.