Fótboltaamma?
Eldra barnabarnið er að spila til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn í 3. flokki í fótbolta á sunnudaginn. KR-Breiðablik á KR-velli kl. 12.
Nú er spurningin: Á ég að vera rosalega mikil amma og mæta til að horfa á?
Ætli ég láti ekki veðrið ráða því. En ef ég fer verður það líklega í fyrsta skipti í 36 ár eða svo sem ég geri mér sérstaka ferð á fótboltaleik.
Af ljósmyndaranum er það annars að frétta að hann kom aldrei og ég er búin að éta matinn sem hann átti að mynda.