Ef þið eigið leið til Tajikistan eða Tuvalu ...
Ég var spurð um lönd sem ég ætti ekki matreiðslubók frá og það eru þessi (en að vísu er grunnurinn hér listi yfir sjálfstæð ríki sem ég fann einhvers staðar (og nennti ekki að þýða á íslensku) og það vantar á hann eitthvað af heimastjórnarlöndum og sjálfsstjórnarsvæðum sem ég ýmist á eða vantar bók frá. Dæmi: Grænland (á bók), Montserrat (á ekki bók). Ég á reyndar bækur sem innihalda uppskriftir frá nánast öllum þessum löndum - en semsagt ekki heilar bækur.
Þannig að ef einhver á leið til einhvers af þessum löndum mætti alveg hafa augun hjá sér og svipast um eftir matreiðslubók handa mér. (Leiðangurinn sem ég gerði út til Maldiveyja í vor var að vísu árangurslaus.)
Andorra
Benin
Bhutan
Bosnia and Herzegovina
Brunei
Burkina Faso
Burundi
Cape Verde
Central African Republic
Chad
Comoros
Congo (Brazzaville)
Congo, Democratic Republic
Côte d'Ivoire
Djibouti
East Timor
Equatorial Guinea
Gabon
Gambia
Guinea
Guinea-Bissau
Honduras
Kiribati
Kyrgyzstan
Lesotho
Libya
Liechtenstein
Maldives
Mali
Marshall Islands
Mauritania
Moldova
Monaco
Montenegro
Mozambique
Nauru
Niger
Paraguay
Rwanda
Saint Lucia
Saint Vincent and The Grenadines
San Marino
Sao Tome and Principe
Senegal
Sierra Leone
Sudan
Suriname
Tajikistan
Togo
Turkmenistan
Tuvalu
Vanuatu
Vatican City (skal ekki segja hvort ég finn hana í Róm í haust, aldrei að vita þó)
Zimbabwe (veit af bók sem ég panta í næstu amazonsendingu)
Jú, ég á bók frá Míkrónesíu. Hún er meira að segja á fjórða hundrað blaðsíður og þar af eru um tuttugu blaðsíður papajauppskriftir og annað eins af bananauppskriftum. Og heilar tvær matreiðslubækur frá St. Kitts & Nevis.