(function() { (function(){function b(g){this.t={};this.tick=function(h,m,f){var n=f!=void 0?f:(new Date).getTime();this.t[h]=[n,m];if(f==void 0)try{window.console.timeStamp("CSI/"+h)}catch(q){}};this.getStartTickTime=function(){return this.t.start[0]};this.tick("start",null,g)}var a;if(window.performance)var e=(a=window.performance.timing)&&a.responseStart;var p=e>0?new b(e):new b;window.jstiming={Timer:b,load:p};if(a){var c=a.navigationStart;c>0&&e>=c&&(window.jstiming.srt=e-c)}if(a){var d=window.jstiming.load; c>0&&e>=c&&(d.tick("_wtsrt",void 0,c),d.tick("wtsrt_","_wtsrt",e),d.tick("tbsd_","wtsrt_"))}try{a=null,window.chrome&&window.chrome.csi&&(a=Math.floor(window.chrome.csi().pageT),d&&c>0&&(d.tick("_tbnd",void 0,window.chrome.csi().startE),d.tick("tbnd_","_tbnd",c))),a==null&&window.gtbExternal&&(a=window.gtbExternal.pageT()),a==null&&window.external&&(a=window.external.pageT,d&&c>0&&(d.tick("_tbnd",void 0,window.external.startE),d.tick("tbnd_","_tbnd",c))),a&&(window.jstiming.pt=a)}catch(g){}})();window.tickAboveFold=function(b){var a=0;if(b.offsetParent){do a+=b.offsetTop;while(b=b.offsetParent)}b=a;b<=750&&window.jstiming.load.tick("aft")};var k=!1;function l(){k||(k=!0,window.jstiming.load.tick("firstScrollTime"))}window.addEventListener?window.addEventListener("scroll",l,!1):window.attachEvent("onscroll",l); })();

Konan sem kyndir ofninn sinn

Eldhúsreyfarar miðaldra matargúrús á Skólavörðuholtinu

13.8.08

Af ýmsum frömum

Segiði mér nú eitt - það má meira en vera að ég hafi drepið á þetta áður en það fer alltaf jafnmikið í taugarnar á mér - eru einhverjir, bara einhverjir aðrir en al-alsvæsnustu prófarkalesarar sem skrifa meðfram í tveimur orðum eins og stafsetningarorðabókin vill að maður geri? Og eru einhver minnstu rök fyrir því að skrifa með fram en svo aftur umfram?

Spyr sú sem ekki veit. (Ég gúglaði "með fram" og fékk vissulega 15.400 niðurstöður en það voru mestanpart einhverjir sem spiluðu með Fram eða héldu með Fram eða buðu sig hér með fram eða voru ekki með fram að jólum eða sýndu fíflsku með fram(ferði sínu) eða tóku sængina sína með fram í stofu eða blökuðu slæðum með fram og aftur eða samþykktu eitthvað með fram komnum athugasemdum eða fylgdust með fram að útskrift ...)

Ef einhver sér texta eftir mig þar sem eitthvað er með fram einhverju, þá er þar hryðjuverk prófarkalesara á ferðinni.

Sama gildir um fyrirfram og - ég ætlaði að skrifa fleiri fröm en þau eru víst ekki mikið fleiri - en jæja, ýmis önnur orð sem ég stræka á að skrifa í tveimur orðum.

|