(function() { (function(){function b(g){this.t={};this.tick=function(h,m,f){var n=f!=void 0?f:(new Date).getTime();this.t[h]=[n,m];if(f==void 0)try{window.console.timeStamp("CSI/"+h)}catch(q){}};this.getStartTickTime=function(){return this.t.start[0]};this.tick("start",null,g)}var a;if(window.performance)var e=(a=window.performance.timing)&&a.responseStart;var p=e>0?new b(e):new b;window.jstiming={Timer:b,load:p};if(a){var c=a.navigationStart;c>0&&e>=c&&(window.jstiming.srt=e-c)}if(a){var d=window.jstiming.load; c>0&&e>=c&&(d.tick("_wtsrt",void 0,c),d.tick("wtsrt_","_wtsrt",e),d.tick("tbsd_","wtsrt_"))}try{a=null,window.chrome&&window.chrome.csi&&(a=Math.floor(window.chrome.csi().pageT),d&&c>0&&(d.tick("_tbnd",void 0,window.chrome.csi().startE),d.tick("tbnd_","_tbnd",c))),a==null&&window.gtbExternal&&(a=window.gtbExternal.pageT()),a==null&&window.external&&(a=window.external.pageT,d&&c>0&&(d.tick("_tbnd",void 0,window.external.startE),d.tick("tbnd_","_tbnd",c))),a&&(window.jstiming.pt=a)}catch(g){}})();window.tickAboveFold=function(b){var a=0;if(b.offsetParent){do a+=b.offsetTop;while(b=b.offsetParent)}b=a;b<=750&&window.jstiming.load.tick("aft")};var k=!1;function l(){k||(k=!0,window.jstiming.load.tick("firstScrollTime"))}window.addEventListener?window.addEventListener("scroll",l,!1):window.attachEvent("onscroll",l); })();

Konan sem kyndir ofninn sinn

Eldhúsreyfarar miðaldra matargúrús á Skólavörðuholtinu

21.7.08

Mary Poppins

Þegar ég tek strætó í vinnuna (til dæmis þegar er rigning) fer ég út á Mýrargötunni og geng svo upp Bræðraborgarstíginn, framhjá leikskólanum sem er þar á horninu og hét áður Olgukot en ég man ekki hvað heitir núna. Á morgnana sitja krakkarnir þar alltaf við stórt borð fyrir innan gluggann. Og þegar ég gekk framhjá í morgun kom einhver krakkinn auga á mig, tók viðbragð og benti æstur og öll hin góndu á mig af miklum áhuga.

Ég var nefnilega með regnhlíf og það þótti greinilega gífurlega spennandi.

Merkilegt nokk, þá á ég þónokkrar regnhlífar núna. Þó ekki vegna þess að ég sé farin að kaupa endingarbetri regnhlífar eða það hafi dregið úr roki á Íslandi, heldur líklega einfaldlega vegna þess að ég man næstum aldrei eftir að taka með mér regnhlíf. Síst af öllu þegar ég fer til útlanda og enda þess vegna alltaf með því að kaupa mér nýja regnhlíf í útlöndum.

|