Af perrum og krúttum
Útskýriði nú fyrir mér:
Einhver óþekktur íslenskur gaur á sjötugsaldri er í tygjum við stelpu innan við tvítugt. Hann er ógeð og barnaperri.
Hugh Hefner, sem er rúmlega áttræður, er í tygjum við þrjár kvensur (já, og sjálfsagt fleiri) sem eru 22, 29 og 35 ára. Hann er ógeð og perri.
Ronnie Wood, sem er á sjötugsaldri, stingur af frá konunni sinni í fylliríssvallferð til Írlands með 18 eða 19 ára stelpu. Hann er ekki ógeð og barnaperri. Hann er krútt eða í mesta lagi með hallærislega klippingu og allir dauðöfunda Íslending sem segist hafa hitt hann á kaffihúsi í útlandinu.
Það er eitthvað í þessu sem vefst fyrir mér.