Bronsdrottningin
Mikið væri nú gaman að sjá Merlene Ottey á einum Ólympíuleikum enn. Þótt hún sé ólíkleg til að bæta við verðlaunapeningasafnið ...
Á siðustu leikum hefði hún getað verið mamma flestra eða allra sem hlupu með henni í riðli. (Þær tvær sem urðu á undan henni í milliriðli í voru yngri en hún - samanlagt.) Núna gæti hún líklega verið amma sumra keppendanna.
Veit annars einhver hvort Ottey fékk ein Ólympíubronsverðlaunin enn í fyrra, eftir að Marion Jones var svipt gullinu frá Sidney 2000? Þá var Ottey í fjórða sæti ef ég man rétt.