Grænt og ekki grænt
It ain't easy being green ...
Nema fyrir mig þessa dagana. Þegar ég skoða fataskápinn minn er hann orðinn alveg hreint óttalega grænn, flestar flíkur sem ég hef keypt mér að undanförnu eru að minnsta kosti grænleitar, ef ekki bara fagurgrænar eins og bakgrunnurinn á blogginu.
Nú er spurningin, er ég vinstri græn eða hægri græn eða bara væn og græn?
Sennilega ekkert af þessu. Ég skal nefnilega játa að þegar ég hef verið að kaupa mér föt hefur það ekkert verið sérstaklega með umhverfissjónarmið í huga. En kannski er kominn tími til að huga að því og þá mætti byrja á að lesa t.d. þetta hér.
Ætli þetta sé ekki grænast af öllu (og ódýrast auðvitað): ,,The greenest garments are those you already own. No more resources are required to get them to you. No more materials extraction, manufacturing, shipping, retailing, etc. Oh, and no cost to you."
Sem sagt, ekki meiri fatakaup á næstunni - hvorki græn né önnur ...