Pödduveisla
Ráðlagt að borða skordýr, já ... Ég hef nú ekki borðað sérlega mikið af skordýrum viljandi - eitthvað þó óvart - en ætla svosem ekki að útiloka neitt í framtíðinni. Ég man að þegar ég komst fyrst í kynni við rækjur og svoleiðis skepnur var þetta ekkert annað en pöddur í mínum augum.
Svo á ég nú þónokkrar matreiðslubækur með pödduuppskriftum. Sumar eru spes pöddubækur, í öðrum - það eru þá aðallega bækur frá Afríku og Asíu - eru pöddurnar bara eins og hver annar matur. Ég á til dæmis matreiðslubók frá Malaví þar sem er sérstakur kafli um veiðar og matreiðslu á maurum.
Hver veit hvað maður á eftir að bjóða uppá seinna meir?