(function() { (function(){function b(g){this.t={};this.tick=function(h,m,f){var n=f!=void 0?f:(new Date).getTime();this.t[h]=[n,m];if(f==void 0)try{window.console.timeStamp("CSI/"+h)}catch(q){}};this.getStartTickTime=function(){return this.t.start[0]};this.tick("start",null,g)}var a;if(window.performance)var e=(a=window.performance.timing)&&a.responseStart;var p=e>0?new b(e):new b;window.jstiming={Timer:b,load:p};if(a){var c=a.navigationStart;c>0&&e>=c&&(window.jstiming.srt=e-c)}if(a){var d=window.jstiming.load; c>0&&e>=c&&(d.tick("_wtsrt",void 0,c),d.tick("wtsrt_","_wtsrt",e),d.tick("tbsd_","wtsrt_"))}try{a=null,window.chrome&&window.chrome.csi&&(a=Math.floor(window.chrome.csi().pageT),d&&c>0&&(d.tick("_tbnd",void 0,window.chrome.csi().startE),d.tick("tbnd_","_tbnd",c))),a==null&&window.gtbExternal&&(a=window.gtbExternal.pageT()),a==null&&window.external&&(a=window.external.pageT,d&&c>0&&(d.tick("_tbnd",void 0,window.external.startE),d.tick("tbnd_","_tbnd",c))),a&&(window.jstiming.pt=a)}catch(g){}})();window.tickAboveFold=function(b){var a=0;if(b.offsetParent){do a+=b.offsetTop;while(b=b.offsetParent)}b=a;b<=750&&window.jstiming.load.tick("aft")};var k=!1;function l(){k||(k=!0,window.jstiming.load.tick("firstScrollTime"))}window.addEventListener?window.addEventListener("scroll",l,!1):window.attachEvent("onscroll",l); })();

Konan sem kyndir ofninn sinn

Eldhúsreyfarar miðaldra matargúrús á Skólavörðuholtinu

1.6.08

Afmælisóskir og grillaður grísabógur

Eiríkur bróðir á afmæli í dag og fær hérmeð afmæliskveðju en ég veit náttúrlega ekki hversu nettengdur hann er þarna út í Marrakesh svo að hann sér hana kannski ekki strax. Að minnsta kosti öfunda ég hann ekki ef hann þarf að kljást við marokkóskt lyklaborð. Barnabarnið er enn að hlæja að leit minni að punktinum. Þeir nota ekki punkt í Marokkó. Eða allavega það lítið að þeir sjá ekki ástæðu til að hafa hann á augljósum stað á lyklaborðinu.

Núna er ég annars að velta því fyrir mér hvort það sé nógu mikið skjól á svölunum til að grilla svínabóg. Eða öllu heldur, hvort Weber-grillið sé nógu vindþétt til þess. Önnur grill væru það líklega ekki en ætli ég láti ekki reyna á það með Weberinn.

Ef ég hefði haft fyrirhyggju hefði ég kynt upp í reykgrillinu (sem ég ætla að fara að nota aftur eftir nokkurra ára hlé) og sett bóginn í það en það tekur of langan tíma. Sjáum til hvernig hitt gengur. Ætli ég nuddi ekki bóginn með rósmaríni, piparkornum og reyksalti. Reikna með að hann þurfi svona þrjá tíma á grillinu, svo kemur í ljós hvernig það artar sig. Ef hann verður ekki gegnsteiktur er það í lagi, við erum svo fá að það ætti að duga að skera utan af honum það sem steikt er og leyfa hinu að malla áfram ...

|