Eldrefur og netaðgengi
Ég er búin að hlaða niður Firefox 3 fyrir allar þrjár tölvurnar sem ég nota. Kíkti um leið og ég sótti þann seinasta áðan á heimsmetssíðuna. Þar kom fram að á Íslandi var 4261 búinn að sækja vafrann. 4281 í Marokkó. Og 2 í Chad.
Ætli þetta kort (það er þarna neðar á síðunni) segi ekki eitthvað um mismuninn á aðgengi að tölvum og neti milli landa?