(function() { (function(){function b(g){this.t={};this.tick=function(h,m,f){var n=f!=void 0?f:(new Date).getTime();this.t[h]=[n,m];if(f==void 0)try{window.console.timeStamp("CSI/"+h)}catch(q){}};this.getStartTickTime=function(){return this.t.start[0]};this.tick("start",null,g)}var a;if(window.performance)var e=(a=window.performance.timing)&&a.responseStart;var p=e>0?new b(e):new b;window.jstiming={Timer:b,load:p};if(a){var c=a.navigationStart;c>0&&e>=c&&(window.jstiming.srt=e-c)}if(a){var d=window.jstiming.load; c>0&&e>=c&&(d.tick("_wtsrt",void 0,c),d.tick("wtsrt_","_wtsrt",e),d.tick("tbsd_","wtsrt_"))}try{a=null,window.chrome&&window.chrome.csi&&(a=Math.floor(window.chrome.csi().pageT),d&&c>0&&(d.tick("_tbnd",void 0,window.chrome.csi().startE),d.tick("tbnd_","_tbnd",c))),a==null&&window.gtbExternal&&(a=window.gtbExternal.pageT()),a==null&&window.external&&(a=window.external.pageT,d&&c>0&&(d.tick("_tbnd",void 0,window.external.startE),d.tick("tbnd_","_tbnd",c))),a&&(window.jstiming.pt=a)}catch(g){}})();window.tickAboveFold=function(b){var a=0;if(b.offsetParent){do a+=b.offsetTop;while(b=b.offsetParent)}b=a;b<=750&&window.jstiming.load.tick("aft")};var k=!1;function l(){k||(k=!0,window.jstiming.load.tick("firstScrollTime"))}window.addEventListener?window.addEventListener("scroll",l,!1):window.attachEvent("onscroll",l); })();

Konan sem kyndir ofninn sinn

Eldhúsreyfarar miðaldra matargúrús á Skólavörðuholtinu

5.5.08

Tuttugu ára frelsi

Nei, þessi færsla er ekki um að ég sé búin að vera laus við minn fyrrverandi í tvo áratugi. Það er ekki fyrr en á næsta ári.

En ég var hjá lækni áðan (og tókst að villast ekki í Kópavoginn á heimleiðinni, merkilegt nokk) og hann spurði hvort ég reykti. Og í því að ég svaraði honum rifjaðist upp fyrir mér að akkúrat þessa dagana - man ekki hvaða dag nákvæmlega en það er í maí - eru tuttugu ár síðan ég hætti að reykja. Vaknaði einn morguninn, hugsaði ,,ég er búin að reykja nóg", kláraði þessar fáu sígarettur sem ég átti eftir í pakkanum og hef alveg látið reykingar eiga sig síðan.

Ef ég hefði nú haldið áfram að reykja tvo pakka á dag eins og síðasta árið áður en ég hætti, þá gerir það sirkabát fjórtán þúsund og sex hundruð sígarettupakkar. Eða 292.000 sígarettur. Give or take.

Það er helvíti mikið.

Og vitiði: Ég sakna ekki einnar einustu af þessum tvö hundruð níutíu og tvö þúsund.

|